H.O.G. – Chapter Iceland

Dagskráin 2016

H.O.G. Chapter Iceland


Undir appelsínugulu orðunum er meiri fróðleikur um dagskráliðinn. Smelltu á appelsínugult.

Dagskrá fyrir árið 2016

 

Sófadagar í nýjum heimkynnum Chaptersins

Smiðjuvegi 12 – Kópavogi – Alla laugardaga 11.00 – 13:30

 

20. Apríl: Grillparty – Afmæli – Chapter Iceland – 15 ára.

 

01 Maí. Stóra hópkeyrslan. Nánara skipulag þegar nær dregur

 

12. Maí: Fimmtudagskeyrslur hefjast frá Chapternum – Smiðjuvegi.

 

14. Maí: Hvítasunnukeyrsla – Hekluskógar

 

11. Júní: Svaðilför – Vík & Hjörleifshöfði – Fornbílasýning á Selfossi

 

23. Júní: Jónsmessukeyrsla

 

02. Júlí: Hjól & Grill. Dagsferð með grillpartý í lokin.

 

15. – 17. Júlí: Langferð

Ferðatilhögun verður ákveðin síðar.

 

13. Ágúst: Bara svona venjuleg Laugardagskeyrsla – en löng

 

20. Ágúst: Góðgerðardagurinn/Menningarnótt.

Dagur tileinkaður góðu málefni. ATH. Skyldumæting félaga !.

 

03. September: Ljósanótt í Reykjanesbæ

 

08. September: Fimmtudagskeyrslum lýkur.

 

19. Nóvember: Þakkagjörðarhátíð Chaptersins.

 

31 Desember  Last Run. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

 

 

Ekki er um utanlandsferð að ræða  á vegum Chapter Iceland þetta árið, en atburði á vegum HOG má kynna sér á www.hogeuropegallery.com

 

 

 

Kær kveðja frá stjórninni.

Skandinaviu ferð HOG

Sælir HOG félagar,

Í desember síðastliðnum sendum við út póst þar sem við viðruðum hugmynd að ferð um Skandinaviu og Rússland. Hugmyndin var að senda hjólin til Aarhus Danmörku með Eimskip og hjóla þaðan fyrst á HOG rall í Turku í Finnlandi og síðan HOG rall í StPetersburg Rússlandi.  Finnish Harley Weekend  í Turku standa frá  31 júlí til 2 águst en StPetrsburg Harly Days standa frá 6-8 ágúst.

Nokkrir félagar hafa sýnt þessu áhuga en nú eru síðustu forvöð að taka endanlega ákvörðun til að hægt sé að kaupa flutning á hjólin, flugmiða, skrá sig á viðburði og bóka gistingu.  Sú hugmynd að sleppa Rússlands ferðinni og fara aðeins til Finnlands hefur mikið verið rædd. Þar kemur margt til lengd ferðalags (tími og kílómetrar), kostnaður  og einnig eru íslensku ekki sérlega hrifin að tryggja hjólin í Rússlandi.  Ef farið væri á báða viðburðina tæki það tvær til þrjár vikur en ef aðeins væri farið til Finnlands tæki það eina til tvær vikur.

Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við Kristján Finnsson formann HOG (hann hefur ákveðið að fara ásamt formannsfrú) director @hog.is eða 8241256 fyrir 20 mars 2015.

 

Kveðja stjórn CI

Mótorhjól í máli og myndum

 

Forlagið í samstarfi við RMC býður til útgáfuhófs Laugardaginn 16 nóv kl 16:00 í húsakynnum RMC Kleppsvegi 152, í tilefni útgáfu bókarinnar Mótorhjól í máli og myndum, stórglæsilegt rit um mótorhjól frá upphafi til dagsins í dag. Í boði verða ljúfar veitingar .

 

Bókin Mótorhjól í máli og myndum leiðir okkur á myndrænan hátt í gegnum 120 ára sögu þessa einstaka farartækis. Hér er fjallað um ríflega 1000 flottustu mótorhjól sögunnar, merkilegustu mótorana og þekktustu framleiðendurna. Hvort sem áhuginn beinist að glæsilegu Guzzi-hjólunum eða einstöku vélarhljóðinu í Harley, þá er þetta bókin sem fær hjart mótorhjólaáhugamannsins til að slá hraðar.

Hjólað með Röftum

Þann 15.Júní voru Raftar heimsóttir í Borganes og var þar ekki komið að tómu húsi. Þar beið okkur hlaðborð af kræsingum. Eftir að hafa gert þeim góð skil tók formaður Rafta að leiða okkur um Snæfellsnesið í þessu frábæra veðri. Það var viða stoppað og var endað í hamborgarveislu á Hvanneyri.

  Chapter Iceland vill þakka Röftum fyrir frábæran dag, góða leiðsögn en það er spurning um hvar nafli alheimsins er.

img_7364

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt erindi sem formaðurinn held um sveitina sína

Myndir

Rome 110

Chapter Iceland fékk póst frá CI félögunum

Finnur Einarsson, Þórður Antonsson, Karl Sigurjónsson, og Elvar Antonsson

sem eru núna staddir í Rome, Italy í 110 ára afmælisfagnaði.

Þeir sendu okkur mynd.

 

 

 

 

RMC

ATH

Opnunartímar í sumar hjá Reykjavík Motor Center ( RMC )

Verslunin er opin:

Þriðjudaga 12:00 – 22:00
Miðvikudaga til Föstudaga 12:00 – 18:00
Laugardaga 12:00 -16:00
Sunnudaga 13:00 – 16:00

Mánudaga: Lokað

2013-Harley-Davidson-FLTRXSE2-CVO-RoadGlideCustom1

Námskeið í skyndihjálp

23. Maí því herrans ári 2013 var haldið fyrsta námskeiði í skyndihjálp  þar sem fólk úr bæði HOG og BMW sátu saman og hlustuðu á Odd Eriksson sem hefur starfað við þetta í 35 ár.

Það var góð mæting og menn fóru sáttir heim af námskeiðinu.

Við þökkum kærlega fyrir okkur RMC og Oddur hafðu þakkir fyrir.

Skeljungur og HOG

Ný stjórn

Um áramótin var breyting í stjórn Chapter Iceland  Steinar Valsson,  Ólafur Jóhannesson og Baldur Birgisson hættu í stjórn eftir mörg ár og þakkar Chapter Iceland þeim fyrir frábær störf á þessum árum, þeir hætta ekki alveg því að þeir verða áfram sem  Road Captain

Við taka herramennirnir Kristján Finnsson sem formaður og Gunnar Högnason sem varaformaður Ragnar B. Ingvarsson flyst til og verður gjaldkeri og ritari stjórnar. Magnús Magnússon ætlar að verða hirðljósmyndari CI og svo notfærum við meira félaga og Snjallsímunum þerra til að fá myndir.

Það er verið að gera dagskrána fyrir árið og verður hún í aðalatriðum eins og fyrri ár en með aðrar áherslur.

Sjáumst í sófanum með nýrri stjórn og hjólum saman.

Kjölur og Siglufjarðarskarð

Harley Davidson touring hjól á Kili, það Það var ekki eitt nei þau voru þrjú sem fóru yfir. 10-11 ágúst 2012

 

og Siglufjarðarskarð tekið með svona sem eftirréttur eftir góða ferð yfir Kjöl.

Sjá myndir

 

 

 

 

 

 

 

 

Næsta síða