H.O.G. – Chapter Iceland

Ný stjórn

Um áramótin var breyting í stjórn Chapter Iceland  Steinar Valsson,  Ólafur Jóhannesson og Baldur Birgisson hættu í stjórn eftir mörg ár og þakkar Chapter Iceland þeim fyrir frábær störf á þessum árum, þeir hætta ekki alveg því að þeir verða áfram sem  Road Captain

Við taka herramennirnir Kristján Finnsson sem formaður og Gunnar Högnason sem varaformaður Ragnar B. Ingvarsson flyst til og verður gjaldkeri og ritari stjórnar. Magnús Magnússon ætlar að verða hirðljósmyndari CI og svo notfærum við meira félaga og Snjallsímunum þerra til að fá myndir.

Það er verið að gera dagskrána fyrir árið og verður hún í aðalatriðum eins og fyrri ár en með aðrar áherslur.

Sjáumst í sófanum með nýrri stjórn og hjólum saman.