H.O.G. – Chapter Iceland

Mótorhjól í máli og myndum

 

Forlagið í samstarfi við RMC býður til útgáfuhófs Laugardaginn 16 nóv kl 16:00 í húsakynnum RMC Kleppsvegi 152, í tilefni útgáfu bókarinnar Mótorhjól í máli og myndum, stórglæsilegt rit um mótorhjól frá upphafi til dagsins í dag. Í boði verða ljúfar veitingar .

 

Bókin Mótorhjól í máli og myndum leiðir okkur á myndrænan hátt í gegnum 120 ára sögu þessa einstaka farartækis. Hér er fjallað um ríflega 1000 flottustu mótorhjól sögunnar, merkilegustu mótorana og þekktustu framleiðendurna. Hvort sem áhuginn beinist að glæsilegu Guzzi-hjólunum eða einstöku vélarhljóðinu í Harley, þá er þetta bókin sem fær hjart mótorhjólaáhugamannsins til að slá hraðar.