H.O.G. – Chapter Iceland

Dagskráin 2008

Í lok febrúar.  Kynning H-D   Ísland á 2008 árgerð í umboðinu. Spjall um það sem er á döfinni hjá Chapternum. Léttar veitingar á boðstólum. Nánari dagsetning kynnt síðar.

29. mars

Myndakvöld í Brekkutröð 3. Hafnarfirði. Skoðum myndbönd og ljósmyndir af fyrri ferðum.
Ljúfar veitingar þar sem þetta hefst kl 19:00

24. apríl

Sumardagurinn fyrsti.   Opnun vertíðar. Hittumst við N1 Ártúnshöfða og hjólum saman ásamt öðrum klúbbum.
Félagsmenn geta einnig mætt í umboðið og tekið hring þaðan. Lagt af stað kl 13:00 stundvíslega.

12. maí

Annar í hvítasunnu. Sterkasti prestur í heimi heldur Hjólamessu í Digraneskirkju. Fjölmennum ríðandi til messu.

31. maí

Hjólum austur fyrir fjall að Geysir fáum okkur léttan hádegisverð. Á bakaleiðinni er svo kaffi og meðlæti á góðum stað í Grímsnesinu. Lagt af stað stundvíslega kl 10:30 frá umboðinu.

07. júní

Júní súpan í boði H-D, staðsetning ákveðin þegar nær dregur.

27. – 29. júní

Ævintýraferð til Ísafjarðar .
Þessar ferðir hafa heppnast mjög vel undanfarin ár. Þeir kunna að taka vel á móti gestum félagarnir fyrir vestan.

18. – 20. júlí

Helgarferð til Akureyrar, mæting á ráðhústorgið kl 19:00  Nánari tilhögun tilkynnt síðar. Fínt fyrir þá sem vilja klára hringinn  í framhaldi af helginni.

16. ágúst

Góðgerðardagurinn/Menningarnótt. Dagur tileinkaður góðu málefni. Skyldumæting félaga.

25. – 27. sept

17th Annual European H.O.G. Rally. Lago di Garda, Italy. Á vordögum verður kannað með áhuga félagsmanna á þessari ferð.

Fimmtudagsfundirnir  verða í Fjörukránni .Mæting fyrir spjallvæna er kl:19:30 en  lagt að stað stundvíslega kl:20:00.
Laugardagskeyrslurnar frá umboðinu kl. 13:00

Kær kveðja frá stjórninni.