H.O.G. – Chapter Iceland

Góðgerðardagurinn / Menningarnótt.

HOG-Chapter Iceland er félag Harley Davidson eigenda á íslandi.

Á menningarnótt bjóða félagar C-I einstaklingum upp á að vera farþegar á hjólum sínum í akstri um miðborginni . Keyrslan hefur í áraraðir verið um og að Tjörninni, frá Alþingishúsinu.  Ný Keyrlsuleið 2018! hefst framan við HÖRPUNA, kostar 1.000 kr. á einstakling og rennur óskipt til styrktar UMHYGGJU, félags til stuðnings langveikum börnum.  Keyrt verður frá Hörpunni, um Sæbraut, að “Sólfarinu”, svo til baka að Hörpunni.

 

 

 

Chapterinn fer árlega allt að um 600 ferðir, með börn á öllum aldri og hefur söfnunin alla tíð verið gefin til umhyggju, nú síðustu ár allt að um 500 þús. kr. Ragna Marínósdóttir, fr.kv.stj. tekur við söfnuninni. Hún hefur gefið okkur til kynna hversu mikilvæg söfnunin er fyrir þau og hefur viljað koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komið hafa að henni í gegn um tíðina.

Söfnun sem þessi fer ekki í rekstur, heldur beint í umhyggju fyrir börnin. Við þökkum öllum sem komu að umgjörð og keyrslum, en einnig þeim sem veita okkur stuðning og styrk.

umraedan.landsbankinn.is/umraedan/samfelagid/menningarnott-2017/

Þið getið séð nokkrar myndir hér

Menningarnótt – Ný Keyrsluleið !

Á góðgerðardeginum