H.O.G. – Chapter Iceland

H.O.G Hópakstur

Fundur um öryggismál og hópakstur

Eins og félagar í Chapter Iceland vita er í okkar hópakstri „krossað” til að fylla upp í skarð hjóls sem hefur farið út úr röðinni. Ökukennar á Íslandi kenna ekki „krossun”, því getur þessi aðferð valdið miskilningi og skapað hættur í hópakstri þegar nýir félagar koma inn sem lært hafa annað.
Á fundi, sem var haldinn 19. febrúar síðastliðinn, var því ákveðið að við tækjum upp það aksturslag sem ökukennarar notast við hérlendis; ef einhver yfirgefur hópinn þá ekur sá sem er fyrir aftan hann í hans stað. Það tekur eflaust svolítinn tíma að venjast þessu, þannig að fyrir hvern hópakstur verður farið vel yfir þessa nýju aðferð.

Félagar verum vakandi yfir þessu!

Hæfilegt bil á milli hjóla í hópakstri

Þegar keyrt er í hópakstri í tvöfaldri línu er talið hæfilegt bil á milli hjóla 1 sekúnda til hjólsins ská fyrir framan þig og 2 sekúndur til hjólsins beint fyrir framan þig. Til að telja sekúndubil er gott að miða t.d. við ljósastaur, þegar hjólið fyrir framan þig keyrir fram hjá ljósastaur telur þú 2001, 2002 og ef þú ert kominn alveg við hlið ljósastaursins þegar þú ert búinn að telja ertu of framalega, þú átt að vera að koma að honum. Ef aðstæður eru slæmar, t.d. ef það rignir eða er orðið dimmt, er bilið breikkað.

Sumir reyndir ökumenn velja að vera aftast í hópkeyrslu í fyrsta skiptið til að upplifa stemminguna í akstrinum því þeir vita að ef menn eru ekki vakandi þá geta þeir verið stórhættulegir og þá er öruggast að vera aftast!

Mundu að það er þitt að gæta að bilinu og að valda ekki streitu hjá þeim sem með þér keyra. – Betra er lengra bil en styttra!

Merkjasendingar PDF

Gatnamót, frá- og aðreinar, blindsvæði

Algengar hættur í umferðinni

Hvernig á að lyfta upp Harley-Davidson

 

Að keyra í hóp

Myndband
Sunsethg – Group riding