H.O.G. – Chapter Iceland

Skandinaviu ferð HOG

Sælir HOG félagar,

Í desember síðastliðnum sendum við út póst þar sem við viðruðum hugmynd að ferð um Skandinaviu og Rússland. Hugmyndin var að senda hjólin til Aarhus Danmörku með Eimskip og hjóla þaðan fyrst á HOG rall í Turku í Finnlandi og síðan HOG rall í StPetersburg Rússlandi.  Finnish Harley Weekend  í Turku standa frá  31 júlí til 2 águst en StPetrsburg Harly Days standa frá 6-8 ágúst.

Nokkrir félagar hafa sýnt þessu áhuga en nú eru síðustu forvöð að taka endanlega ákvörðun til að hægt sé að kaupa flutning á hjólin, flugmiða, skrá sig á viðburði og bóka gistingu.  Sú hugmynd að sleppa Rússlands ferðinni og fara aðeins til Finnlands hefur mikið verið rædd. Þar kemur margt til lengd ferðalags (tími og kílómetrar), kostnaður  og einnig eru íslensku ekki sérlega hrifin að tryggja hjólin í Rússlandi.  Ef farið væri á báða viðburðina tæki það tvær til þrjár vikur en ef aðeins væri farið til Finnlands tæki það eina til tvær vikur.

Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við Kristján Finnsson formann HOG (hann hefur ákveðið að fara ásamt formannsfrú) director @hog.is eða 8241256 fyrir 20 mars 2015.

 

Kveðja stjórn CI