





Ferðaplanið 2014
Það er búið að taka frá gistingu á Skriðulandi og þangað ætlum við að fara á föstudeginum 11 júlí 2014 og gista í tvær nætur.
Ferðaplanið er þessi. Leggjum á stað á föstudeginum 11 júlí kl 0800 frá Shell við Vesturlandsveg,
tökum Snæfellið með alla sína nátturfegurð. Þeir sem ekki vilja fara mölina um æskuslóðir gjaldkerans og sjá ægifagur landslag, eyjaklasa fyrir utan Skógaströndina fara Vatnaleiðina til baka og hóparnir hittast á Skriðulandi, svo er hægt að fara seinna á stað og fara beint á Skriðuland. Allt opið hér.
Á laugardeginum er vaknað eldsnemma og dagurinn tekinn með bros á vör, það verður farið á Galdrasafnið á Hólmavík
Tekinn einn steiktur á Hólmavík í hádeginu, síðan liggur leið út með ströndinni að Drangsnesi þar sem hver ein getur valið að fara bátsferð til Grímeyjar á Húnaflóa
Þetta er allt á malbiki. Eftir bátsferðina er hjólað heim til Skriðulands.
Sunnudagurinn er hverjum að fara sína leið heim eða halda ferð sinni áfram um Ísland.
Vonum að sjá sem flesta, það er alltaf gaman að ferðast með HOG Chapter Iceland.