Vestfirðir.
12. júlí Fimmtudagur. Hjólað til Stykkishólms. Farið í siglingu um eyjarnar, borða saman um kvöldið. Eftir að finna góðan stað. Fer eftir fjölda.
13. júlí Föstudagur. Hópur A fer með ferjun yfir á Brjánslæk með Baldri og fær sér kaffi á Flókalundi og fer síðan yfir til Bíldudal það er 83 km bundið slitlag eða velur að fara með hóp B sem fer Skógarströndina, Svínadalinn, Barðastrandarsýsluna, Kleifaheiðina og Hálfdán þetta eru 361 km frá Stykkishólmi yfir á Bíldudal og eru 113 km á möl. Erum að skoða gistingu og leiðsögn út í Ketildali. Kemur síðar.
P.S. Það er hægt að fara til Borganes og fara það beint til Ísafjarðar og hitta hópinn þar á Laugardeginum eins fyrir þá sem eru að koma úr bænum og vilja eyða helginni í góðra vina hóp.
14. júlí Laugardagur. Farið frá Bíldudalur til Ísafjarðar : Suðurfirðir, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Gemlufallsheiði 145 km . Borðum saman í Tjöruhúsinu um kvöldið.
15.Júlí Sunnudagur Bjartur og fallegur eins og hinir dagarnir. Þá er spurning hvað skal gera, fylgja hópa A B C.
Hópur A ætlar að fara strandirnar yfir á Hólmavík, kannski skola af sér í lauginni í Trékyllisvík og fara suður á mánudeginum.
Hópur B ætlar að fara inn Djúpið með hóp A en fara inn Snæfjallaströndina og skoða sig þar aðeins um og fara síðan suður til Reykjavíkur það eru aðeins 455 km og allt bundið slitlag, nema þar sem vegagerðin er að laga veginn.
Hópur C ætlar að fara inn Djúpið með hóp A og B en beint suður stoppar kannski í Búðardal, Baulu, Borganes. BBB
Eins og venja er þá sjáið þið sjálf um að panta gistingu á viðkomandi stöðum.