H.O.G. – Chapter Iceland

Töðugjöld / Uppgjörðarhátíð.

Töðugjöld voru dálítill glaðningur, sem heimilisfólki var gefinn, þegar búð var að alhirða töðuna af túninu. Auðvitað fór það eftir efnum, ástæðum og lundarfari húsráðenda, hversu vel hann var útilátinn, en langalgengast mun hafa verið að gefa kaffi, sem einu sinni var reyndar hátíðardrykkur, og pönnukökur eða annað bakkelsi, sem á hverjum tíma þótti eftirsóknarverðast. Brennivínstár gáfu þeir húsbændur, sem betur máttu og vildu. En matarveisla mun hafa verið sjaldgæf af þessu tilefni, enda nýmeti ekki enn á boðstólum. Miklu betur var veitt fyrr á tímum, þegar engjaslætti lauk og heyskapnum þar sem að fullu. Enda var þá oftast komið langt fram eftir september og fé komið af fjalli, svo að hægt var að slátra til veislunnar.

Við höfum þetta í sama still finnum okkur stað og veitum okkur dálítil glaðning.                                 Auðvitað fór það eftir efnum, ástæðum og lundarfari Formanns  hvað hann veitir vel eða  hvort hann gerir það yfirleit, en allvega þá getum við fengið okkur kaffi og og pönnukökur.

Töðugjöldin
2014