H.O.G. – Chapter Iceland

Stóra hópkeyrslan

1. maí 2014

1. maí

Hin árlega  hópkeyrsla bifhjólafólks 1. maí 2014 verður  líkt og undanfarin ár verður safnast saman á Laugavegi og verður veginum lokað kl 11 um morguninn. Þeir sem ætla að taka þátt í keyrslunni eru hvattir til að mæta tímanlega á Laugaveginn svo við getum skapað karnival stemmingu þar.

Keyrslan leggur svo af stað stundvíslega kl 12:30 og keyrð verður sama leið og í fyrra, þ.e. af Laugaveginum og eftir Suðurgötu út á Hringbraut, þaðan yfir á Ánanaust og eftir Mýrargötu og Geirsgötu yfir á Sæbraut. Keyrslan endar á Korputorgi í stað Kirkjusands. Ástæðan er sú að blásið verður til bifhjólasýningar í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna í einu bilinu, sem stendur á milli kl 13-17 þann eina dag. Hjól úr hópkeyrslunni eru velkomin að taka þátt í sýningunni ef sýningarnefnd samþykkir þau inn. Aðgangseyrir á sýninguna verður aðeins 1.000 kr og fer allur hagnaður af henni til styrktar Grensásdeildar, góðgerðarmála auk slysarannsóknar sem Bifhjólasamtökin ætla að standa fyrir. Hver miði gildir jafnframt sem happdrættismiði og er eitt stykki mótorhjól í vinning, fallegt Honda VT700 Shadow sem er jafngamalt samtökunum sjálfum.

Akstursleiðin verður lokuð fyrir annari umferð á meðan keyrsla stendur yfir og er sú lokun í fullu samstarfi við Reykjavíkurborg og Lögregluna. Aðrir vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að virða lokanirnar. Rétt er að benda á að þar sem keyrslan er í lögreglufylgd verður ekið gegn rauðum ljósum á meðan hópkeyrslan varir.

Sjáumst hress á 1. maí!

Akstursleið keyrslunnar er: Fyrir HOG Chapter Iceland

Lagt af stað frá umboði kl 11.30  hjólað um Sæbraut að Snorrabraut og þar sameinumst við hópkeyrsluni sem leggur á stað kl 12.30