H.O.G. – Chapter Iceland

Mótorhjólaskógur 2014

Laugardagur 17  Maí 2014.

Laugardag 17 maí opinberi landgræðsludagurinn í Mótorhjólaskóginum. Það verður  byrjum opinberlega kl. 10.00, en það má mæta fyrr (Gísli sá sem er á  sexhjólinu ætlar að vera mættur aðeins fyrir 10 fyrir þá sem eru árrisull og vilja klára sitt fyrstir og það erum við.

Mæting kl 07.45 á Bensínstöðina við Rauðavatn. Lagt á stað kl 8.00

Nákvæmlega 2,1 km fyrir austan seinni brúna á Þjórsá er sameiginlegur reiturinn en fyrsti pokinn (BMW reiturinn) af áburði sem komið verður að er í staðsetningunni: 64.09.349   19.05.495.  síðan 500 metrum síðar koma Skutlur, næst er sameiginlegi reiturinn eftir 500 metra. HOG Chapter ICELAND koma svo 500 metrum fyrir austan, síðan Ernir eftir 500 metra, Sniglar þar eftir 500, en síðan koma tveir nýjir samstarfsfélagar. Endurvinnslan er með reit á móts við skiltið sem er rétt fyrir vestan gatnamótin niður í Landsveit. Síðastir eru svo Gaflarar sem eru um 400 metrum fyrir austan gatnamótin niður í Landsveitina.

 

Á öllum þessum stöðum verða merktir 600 kg. áburðarpokar sem bíða í vegkantinum á móts við stikuna sem er til merkis um miðpunkt hvers félags. Nauðsynlegt er að taka með sér gúmmihanska (uppvöskunarhanskar eiga að duga).

Til glöggvunar á lengd þá eru um 132km. á staðinn (miðast við N1 Ártúnsbrekku).