H.O.G. – Chapter Iceland

H.O.G

H.O.G. (Harley Owners Group) var stofnað 1983 af H.D. í Milwaukee í þeim tilgangi að sameina sem flesta Harley-eigendur í einu félagi sem væri styrkt og stjórnað af Harley-Davidson Motor Company. Þessi félagsskapur telur yfir 1 milljón félaga í dag um allan heim. Nánari upplýsingar eru á hlekknum hér.

 

 

Fyrir félaga í Chapter Iceland

Harley-Davidson Ísland ehf. var stofnað þ. 26.júní 1999. Eftir langar og strangar viðræður sem byrjuðu í des. 1997 við Harley-Davidson Motor Company, Europe, þá var náð samningum við þá um sölu og þjónustu á Harley-Davidson mótorhjólum, aukahlutum og fatnaði. Harley-Davidson hefur langa sögu á Íslandi og má þar nefna lögregluna fyrst og fremst sem hefur haft þessi hjól í sinni þjónustu allt frá árinu 1942.

Sigtryggur L. Kristófersson, kallaður Diddi, er sá sem kom því fyrir að það yrði stofnað viðurkennt Harley-Davidson umboð hér á Íslandi. Þetta byrjaði í litlu húsi (88m2) á Kleppsvegi 35 v/ Sæbrautina í Reykjavík. Húsið var rétt stærra en Harley og Davidson frændurnir byrjuðu í, í Millwaukie 1903. Það sem var aðlaðandi við þetta litla hús var staðsetningin og ótrúlega gott auglýsingagildi. Sýningarsalurinn var ekki nema 38 m2, og héldu menn því fram að þetta hlyti að vera minnsta Harley-Davidson umboð í heimi. Markmiðið var alltaf að koma á fót hér Harley-Davidson menningu, eins og hún þekkist best erlendis frá. Diddi hefur haft mikinn áhuga á að geta boðið landsmönnum uppá þá sömu mótorhjóla reynslu sem hann sjálfur hefur upplifað, þ.e. að vera á Harley-Davidson mótorhjóli og kynnast þeirri menningu sem er í kringum þessi mótorhjól.

Frá opnun umboðsins hafa selst fjöldi nýrra Harley- Davidson mótorhjóla og var met ár í sölu nýrra Harley-Davidson bifhjóla árið 2003. Strax eftir 18 mánuði frá opnun Harley Umboðsins á Kleppsveginum v/ Sæbraut kom í ljós að það þurfti  á stærra húsnæði að halda. Var hafinn þegar leit að nýju húsnæði, með vissa skilmála í huga sem húsnæðið þurfi að uppfylla, en eins og menn þekkja flestir til, liggja ekki hentug húsnæði á lausu á þessum árum. Tveggja ára leit bar svo árangur í nóvember 2002 og var skrifað undir kaupsamning í janúar 2003. Hófust þá miklar framkvæmdir við að koma húsnæðinu í rétt horf og teikningar sendar erlendis til að láta Harley-Davidson hanna innréttingar sem eru í anda Harley-Davidson, svokallaðar “Design Stores”. Hönnuðir á vegum Harley- Davidson komu til landsins í lok maí 2003 og tóku út húsnæðið. Þann 25.júlí 2003, kom gámur með 8 tonn af innréttingum og 6 mönnum sem unnu að meðaltali 17 klst. á dag við að innrétta húsnæðið. Átta dögum seinna var búðin tilbúin til afhendingar.

Fyrsta Harley-Davidson “Design Store” leit dagsins ljós og var formlega opnuð 9. ágúst 2003. Sýningarsalur, lager og verkstæði eru samtals 430m2 sem er “örlítið” stærra en gamla húsið sem vara á Kleppsveginum. Vorið 2005 fékk svo H.O.G Chapter Iceland  aðstöðu í húsnæðinu að Grensásvegi 16 og munu þeir sem hafa áhuga á að heimsækja Chapterinn geta lagt leið sína þangað sem og litið við í búðinni.

 

Félag Harley-Eigenda á Íslandi

Góðgerðakeyrslan

Vörur fyrir H.O.G Chapter Iceland

Hafa samband

HD Búðin

Tímarit

Bara gaman