H.O.G. – Chapter Iceland

Chapter Iceland

Í hverju landi, borg eða sýslu, þar sem eru Harley-Davidson umboð, eru undirfélög sem kölluð eru CHAPTERAR, í okkar tilfelli CHAPTER ICELAND. Þessi félög eru „non profit” –félög og eru að hluta til styrkt af H.O.G. Europe og að hluta frá viðkomandi umboðsmanni Harley-Davdison.

Góðgerðarstörf eru hluti af starfsemi félagsins en að öðru leyti sameinar það Harley–eigendur, gefur þeim kost á að hittast og hjóla saman eða gera hvað annað sem félögum með sama áhugamál dettur í hug.

H.O.G., er fjölskylduvænt félag og eru fjölskyldur meðlima í Chapter Iceland þátttakendur í sumum uppákomum Chaptersins.

Hverjir geta orðið félagar?

Eingöngu eigandi Harley-Davidson mótorhjóls sem er meðlimur í alheimssamtökum H.O.G. getur verið meðlimur í Chapter Iceland.

Gerast félagi