H.O.G. – Chapter Iceland

Dagskráin 2006

10.júní

Súpa á þingvöllum 10. júní Sötrum saman súpu á Þingvöllum. Athugið að þetta gæti verið síðasti séns í einhvern tíma ef strákarnir taka upp á því að rífa Valhöllina okkar. Eftir súpuna höldum við saman í hópferð með tilheyrandi fylgd til höfuðborgarinnar. Mæting hjá umboðinu kl. 10:00 Lagt af stað kl. 11:00 Diddi gefur nánari upplýsingar

23-25 júní

Vestfjarðaferð
Árleg ævintýraferð verður ferðalag um vestfirði og verður samkoma á Ísafirði hápunkturinn. Ísfirskur félagi okkar ætlar að taka þátt í skipulagi. Nánara skipulag sent út með hækkandi sól.

21.júlí

Iceland rally 2006, 21/7 – 31/7

19.ágúst

Góðgerðardagurinn/Menningarnótt. Dagur tileinkaður góðu málefni. Skyldumæting. Tóti og Jón Árni skipuleggja.

4.september

9th European Bike Week í Faakersee

4.-15. september

Árlegt mót Harley í Evrópu. Þangað koma um 100.000 manns og 50-60.000 hjól.
Áætlað er að ferðalagið taki 12 daga. Netskráning verður sett upp á næstunni með upplýsingum um nánari tilhögun.

29.september

Siglufjarðarfjör 29 september – 1 október Siglótúrinn vinsæli. Njótum gestrisni Gunna og Sissu enn einu sinni.
Síldarkvöld, grillkvöld, uppboð o.s.frv.

Kv Stjórnin.