Dagskráin 2009
07. febrúar
Þorrablót í Fjörukránni, félagar okkar frá Noregi koma og verða með okkur þetta kvöld.
23. apríl
Sumardagurinn fyrsti. Opnun vertíðar með kynningu á nýrri aðstöðu Chapter Iceland að Brekkutröð 3.
Eftir það sameinumst við öðrum hjólaklúbbum í skipulagðan hjólatúr.
01. maí
Nánara skipulag þegar nær dregur.
01. júní
Annar í hvítasunnu. Sterkasti prestur í heimi heldur Hjólamessu í Digraneskirkju. Fjölmennum ríðandi til messu.
06. júní
Hjólum austur fyrir fjall að Geysir fáum okkur léttan hádegisverð í boði Chapter Iceland. Á bakaleiðinni er svo kaffi og meðlæti hjá formanninum í Grímsnesinu.
Lagt af stað stundvíslega kl 10:30 frá umboðinu.
20. júní
Jónsmessa. Snæfellsnes fyrir jökull, tökum léttan sprett rúmlega 500 km hringur, eða gistum eina nótt og tökum það rólega.
24.-26. júlí
Hjóladagar á Akureyri. Nánari tilhögun tilkynnt síðar. Fínt fyrir þá sem ætla að taka hringferð.
22. ágúst
Góðgerðardagurinn/Menningarnótt. Dagur tileinkaður góðu málefni. Skyldumæting félaga.
Ekki er fyrirhuguð ferð á vegum CI erlendis þetta árið en áhugasamir geta snúið sér til stjórnar vegna upplýsinga um alþjóðlega atburði.
Sjá t.d. www.hog.com
Fimmtudagsfundirnir verða í Brekkutröð 3 .Mæting fyrir spjallvæna er kl:19:30 en lagt að stað stundvíslega kl:20:00.
Laugardagskeyrslurnar frá umboðinu kl. 13:00
Kær kveðja frá stjórninni.