Dagskráin 2004
28. febrúar
Miðsvetrarveisla á Hressó við Austurstræti laugardaginn 28. febrúar. Kvikmynd um ferð Chaptersins til Barcelona árið 2003 rúllar í gegnum tækin á meðan að menn og konur gæða sér á frambornum réttum og veigum. Skráning hefst 20. febrúar með tilkynningu.
15. maí
Opnun aðstöðu Chapter Iceland í húsi HD Ísland við Grensásveg. Kaffi og kökur í boði Chapter Iceland frá kl. 19:00
Fimmtudagsfundir verða framvegis haldnir á þessum stað.
5. júní
Súpa á Þingvöllum. (Skipulagt af HD umboðinu.) Sötrum saman súpu á Þingvöllum og höldum síðan saman í hópferð með tilheyrandi fylgd til höfuðborgarinnar. Hittumst við Umboðið kl. 10:00. Verðum komin í hnakkana og leggjum af stað stundvíslega kl.10:45. Leiðin sem verður farin til Þingvalla verður tilkynnt 8 dögum fyrir brottför. Leggjum af stað frá Þingvöllum kl. 14:30 í átt til Reykjavíkur og endum á Ingólfstorgi með óvæntum glaðningi fyrir þátttakendur.
12. júní
Góðgerðardagurinn. Dagur tileinkaður góðu málefni. Allir félagar taka þátt í fjáröflun sem framkvæmd verður með nýju sniði. Dagskrá og fyrirkomulag verður tilkynnt í byrjun júní. Takið daginn frá.
25. – 27. júní
Okkar árlega fjölskyldumót með gríni og leikjum. Komum öll saman með fjölskyldum okkar í fagurri náttúru ”in the West” Dagskráin verður auglýst í byrjun júní.
2. – 4. júlí
Hringferð um landið með viðkomu á landsmóti Snigla í Húnaveri á laugardagskvöldið. Lagt af stað á fimmtudegi austur um suðurland og endað í Reykjavík á sunnudag. Leiðarlýsing með tímasetningum verður birt í byrjun júní.
30 júlí.- 13. ágúst
Hópferð Chapter Iceland til Noregs.
27. – 29. ágúst
Siglufjarðarfjör. Heimsækjum Gunna og Sissu í þriðja sinn í röð. Veiði, sigling og bara hrein Siglufjarðarnáttúra. Lagt af stað frá Shell stöðinni við Vesturlandsveg kl. 13:00, föstudaginn 27. ágúst. Lagt af stað heim frá Siglufirði kl. 13:00 sunnudaginn 29. ágúst. Skráning hefst 1. ágúst og lýkur 25. ágúst. Þátttökugjald kr. 6000-/8000- og innifelur það máltíðir á föstudags- og laugardagskvöld. Aðeins fyrir HOG meðlimi og einn gest á vegum hvers meðlims. Gisting á gistiheimilinu.
Óvænt uppáferð á vegum Gunna.
Skráning hefst 20. ágúst með tilkynningu.
Fimmtudagsfundirnir og laugardagskeyrslurnar verða svo á sínum stað. Enn er óvíst hvort óvissuferðin verður haldin.
Kær kveðja, Stjórnin.