Dagskráin 2007
H.O.G. Chapter Iceland
Dagskrá fyrir árið 2007
17. Febrúar: Þorrablót í Fjörukránni í Hafnarfirði.
Þeir menn og konur sem hafa hug til að rífa í sig þorramat og vilja halda í hefð Chaptersins, blómstra þetta kvöld. Veislan hefst í Fjörukránni kl. 19:00 Þátttökuskráning fyrir 14. feb.
24. Febrúar: Kynning H-D Ísland á 2007 árgerðinni.
Spjall um það sem er á döfinni hjá Chapternum. Léttar veitingar á boðstólum.
Lifandi tónlist. Kl. 16:00 til 19:00. Nánari lýsing í umboðinu.
23. Mars: Myndakvöld í húsakynnum umboðsins við Grensásveg.
Skoðum myndbönd og ljósmyndir af fyrri ferðum. Ljúfar veitingar í boði Chaptersins.
Veislan hefst kl. 19:00 Ath. Óritskoðað…
19. Apríl: Sumardagurinn fyrsti.
Opnun vertíðar. Hittumst í Umboðinu kl. 13:00 og tökum saman einn vænan hring
á Reykjavíkursvæði með fánum og pomp og pragt! Akstur hefst kl. 13:30.
28. Maí: Annar í hvítasunnu.
Sterkasti prestur í heimi heldur Hjólamessu í Digraneskirkju. Fjölmennum ríðandi til
messu.
09. Júní: Júní súpan í boði H-D,staðsetning ákveðin þegar nær dregur.
Í framhaldi höldum við síðan saman í hópferð og endum túrinn í kaffi heima hjá
formanninum.
21. – 24. Júní: 16th European Annual H.O.G Rally (Fuengirola, Malaga).
Kannað verður á næstunni hvort áhugi sé á meðal félagsmanna að fara í ferð til
Spánar.
22. – 25. Júní: Önnur ævintýraferð til Ísafjarðar.
Þetta var mjög gott í fyrra og því í góðu lagi að endurtaka þessa ferð.
Tímasetningar auglýstar er nær dregur.
13. – 15. Júlí: Hringferð.
Nánari tilhögun tilkynnt síðar.
18. Ágúst: Góðgerðardagurinn/Menningarnótt.
Dagur tileinkaður góðu málefni. g Jón Árni. Skyldumæting félaga !.(Skipulag Tóti og
Jón Árni)
24. – 26. Ágúst: Siglufjarðarfjör í fimmta sinn.
Eftir frábærlega vel heppnaða túra síðustu fimm ár er þessi orðin fastur liður.
(Skipulag Danni og Gunni)
Ekki er um utanlandsferð að ræða á vegum Chapter Iceland þetta árið, en atburði á vegum HOG má kynna sér á www.hogeuropegallery.com
Kær kveðja frá stjórninni.