H.O.G. – Chapter Iceland

Sumarferð HOG CI 2015.

Sumarferð HOG CI 2015. Hér

Ekki verður farinn hringurinn eins og oft áður heldur verður norðurlandið heimsótt. Formaðurinn verður því miður fjarri góðu gamni (ætlar að hjóla til Finnlands þar sem hann mun taka þátt í Harley weekend Turku Finnlandi sem haldin verður dagana 29.7 til 2.8.2015) og tók félagi okkar Gunnar Högnason að sér að skipuleggja og stjórna þessari ferð. Takk fyrir það Gunnar Högna

 

 

Ferðatilhögun verður sem hér segir.

16. júlí Reykjavík – Blönduós um Vatnsnes sem eru söguslóðir og margt að sjá.

17. júlí Blönduós – Hrísey ekið verður um Lágheiði ef snjó hefur tekið upp annars í gegnum Héðinsfjarðargöng að ferjustæðinu Árskógarsandi.

18. júlí Svarfaðardalsrúntur og farið á safn Jóhanns Risa  http://is.wp.icelandroadguide.com/?p=1274  – skipulagðri dagskrá lýkur.

Á Blönduósi er hægt að gista á Hótel Blönduós – hvar borðað verður fer eftir þátttöku.

Í Hrísey er borðað og gist : http://www.brekkahrisey.is/ og þarf að staðfesta  sem allra fyrst önnur gisting er þó einnig í boði þar, en þetta er eini veitingastaðurinn !!!

Það er mikilvægt að láta vita af og STAÐFESTA  þátttöku fyrir lok þessa mánaðar, hjá stjórn og eða á netfangið bauhaus@simnet.is

Kveðja stjórn CI.